Greinar mínar tvær í Morgunblaðinu þann 19. og 27. júní sl hafa fengið mikil viðbrögð og ekki síður hafa viðbrögð bæjarstjóra, í grein sem birtist í Mogga 22. júní sl. vakið verðskuldaða athygli.
Ég hef verið beðinn um það sérstaklega að gera grein fyrir einstaka þáttum Álftnesku ,,útrásarinnar." Ég fór frekar almennum orðum um ,,útrás" Á - listans í greininni í Mogga þann 19. júní sl, en mun á næstu dögum gera ítarlegri grein fyrir í hverju ,,útrásin" var helst fólgin og hvar gífurleg áhætta lá undir.
En eðli máls samkvæmt, þá er ekki gert ráð fyrir því að hægt sé að ,,spila fjárhættuspil" með bæjarsjóð, en að mínu mati var það svo sannarlega gert.
Mér rennur til rifja hvernig framkoma fulltrúa Á - listans við sjóð íbúanna hefur verið þetta kjötrímabil. Ráðdeild er að því er virðist útópía, allt var opnað upp á gátt. Síðan brestur á skellurinn í byrjun október sl. og þá var eins og blautri tusku væri lamið í andlit bæjarstjórans.
Það er ekki verjandi á nokkurn hátt að ,,teknir séu sénsar" með lítinn bæjarsjóð, eins og okkar. Og í raun er ekki leyfilegt að haga sér af léttúð með nokkurn sjóð sveitarfélags yfirhöfuð.
Ábyrgð fulltrúa Á - lista er geysimikil. Eru viðurlög við þessari háttsemi? Nei - ekki svo vitað sé. Labbaði fyrrverandi forseti bæjarstjórnar frá borði eftir ævintýrið með tölvupóstinn á Grand hótel. Hver er ábyrgð mannsins á gerðum hans, sem bæjarfulltrúi? Því miður - engin. Fleyg voru ummæli hans á fundi bæjarstjórnar, þegar fulltrúar Á - lista voru að réttlæta fjárausturinn í sundlaugarmannvirkinu:
Við vildum vera flott á því og því eru TVÖ HUNDRUÐ MILLJÓNIR í viðbót ekkert tiltökumál, enda er upphæðin öll tekin að láni.
Þetta er nú kannski kjarni málsins um viðhorfið, eða hvað?
Ég mun taka saman nokkur atriði, sem skýra ,,útrásina" með því að nefna til sögunnar nokkrar innistæðulausar ákvarðanir fulltrúa Á - lista og birta hér á blogginu innan skamms.
Guðmundur
Sunday, June 28, 2009
Útrásarvíkingurinn á Álftanesi
Grein bæjarstjórans í Mogga frá 22. júní sl. var andsvar hans við grein minni í Mogga þann 19. júní sl. Ég sá ástæðu til að svara í nokkrum orðum þessari grein.
Svar grein mín var birt í Mogga 27. júní sl. Hún er orðrétt hér:
Ég sé ástæðu til að koma ábendingu að varðandi svar bæjarstjórans á Álftanesi í Morgunblaðinu sl. mánudag. En hann var víst að svara grein minni frá því 19. júní sl.
Bæjarstjórinn skautar yfir alvarlegustu efnisatriðin í grein minni með skætingi, m.a. með skrípalegum túlkunum á mínum skrifum. Hann gerir ámátlega tilraun til þess að draga fjöður yfir þá staðreynd að ,,útrás” bæjarstjórans á yfirstandandi kjörtímabili, klikkaði.
Það blasti við að loknum kosningum 2006 einstakt tækifæri til þess að búa svo um hnútana á Álftanesi að hagsæld íbúa og þjónusta við þá myndi aukast. Þessu frábæra tækifæri klúðruðu fulltrúar Á – listans, svo eftirminnilega. Það þarf einungis að bera saman ársreikninga 2005, 2006, 2007 og 2008 til þess að átta sig mjög vel á þróun mála á Álftanesi.
Það einkennilegasta í tilskrifum bæjarstjórans er að hann hafnar því að Á – listi beri ábyrgð á alvarlegri stöðu bæjarsjóðs. Hann segist einungis hafa verið að hreinsa upp eftir fyrri bæjarstjórn! Ha, hvað – í heil þrjú ár?
Bæjarstjóri segir vegna Bessans: ,,eru bæjaryfirvöld að leysa úr gömlu deilumáli frá stjórnartíð Guðmundar, þegar hann seldi verslunarlóð Bessans til annarra aðila og hugðist þannig með vafasamri stjórnsýslu fara fram með valdhroka gegn eigendum Bessans.” Ja hérna, hvað í ósköpunum á maðurinn við? Er hann að meina að lóð Bessans hafi verið seld öðrum? Tæplega getur bæjarfélagið selt lóð, sem það á ekki! Eða er hann að meina að lóð, sem Bessinn ætlaði sér annars staðar á miðsvæðinu, hafi verið seld öðrum? Þetta er fráleitt og alger tilbúningur.
Það var ekkert ,,gamalt deilumál” í gangi varðandi Bessann á síðasta kjörtímabili. Eigandi Bessans hélt því fram með aðstoð lögmanns að hann væri órétti beittur, það voru engar deilur. Hins vegar er það bísna ógeðfellt að bæjarstjóri beiti sér fyrir samningum við eiganda Bessans á grundvelli ósvífinna tilburða og ,,aðstoðar” eigandans í kosningabaráttu Á – listans vorið 2006. Það kalla ég siðblindu og spillingu. Þetta mál liggur ljóst fyrir og er enginn ,,arfur frá stjórnartíð Guðmundar.” Hér er á ferðinni purrkunarlaust óþverramál, þar sem bæjarstjóri fer bísna frjálslega með almannafé á fölskum forsendum.Lokaorð greinar bæjarstjóra er því miður ekki svara verð. Bæjarstjórinn hefur gjarnan þennan háttinn á í áróðri sínum, til að villa um fyrir Álftnesingum.
Guðmundur
Svar grein mín var birt í Mogga 27. júní sl. Hún er orðrétt hér:
Ég sé ástæðu til að koma ábendingu að varðandi svar bæjarstjórans á Álftanesi í Morgunblaðinu sl. mánudag. En hann var víst að svara grein minni frá því 19. júní sl.
Bæjarstjórinn skautar yfir alvarlegustu efnisatriðin í grein minni með skætingi, m.a. með skrípalegum túlkunum á mínum skrifum. Hann gerir ámátlega tilraun til þess að draga fjöður yfir þá staðreynd að ,,útrás” bæjarstjórans á yfirstandandi kjörtímabili, klikkaði.
Það blasti við að loknum kosningum 2006 einstakt tækifæri til þess að búa svo um hnútana á Álftanesi að hagsæld íbúa og þjónusta við þá myndi aukast. Þessu frábæra tækifæri klúðruðu fulltrúar Á – listans, svo eftirminnilega. Það þarf einungis að bera saman ársreikninga 2005, 2006, 2007 og 2008 til þess að átta sig mjög vel á þróun mála á Álftanesi.
Það einkennilegasta í tilskrifum bæjarstjórans er að hann hafnar því að Á – listi beri ábyrgð á alvarlegri stöðu bæjarsjóðs. Hann segist einungis hafa verið að hreinsa upp eftir fyrri bæjarstjórn! Ha, hvað – í heil þrjú ár?
Bæjarstjóri segir vegna Bessans: ,,eru bæjaryfirvöld að leysa úr gömlu deilumáli frá stjórnartíð Guðmundar, þegar hann seldi verslunarlóð Bessans til annarra aðila og hugðist þannig með vafasamri stjórnsýslu fara fram með valdhroka gegn eigendum Bessans.” Ja hérna, hvað í ósköpunum á maðurinn við? Er hann að meina að lóð Bessans hafi verið seld öðrum? Tæplega getur bæjarfélagið selt lóð, sem það á ekki! Eða er hann að meina að lóð, sem Bessinn ætlaði sér annars staðar á miðsvæðinu, hafi verið seld öðrum? Þetta er fráleitt og alger tilbúningur.
Það var ekkert ,,gamalt deilumál” í gangi varðandi Bessann á síðasta kjörtímabili. Eigandi Bessans hélt því fram með aðstoð lögmanns að hann væri órétti beittur, það voru engar deilur. Hins vegar er það bísna ógeðfellt að bæjarstjóri beiti sér fyrir samningum við eiganda Bessans á grundvelli ósvífinna tilburða og ,,aðstoðar” eigandans í kosningabaráttu Á – listans vorið 2006. Það kalla ég siðblindu og spillingu. Þetta mál liggur ljóst fyrir og er enginn ,,arfur frá stjórnartíð Guðmundar.” Hér er á ferðinni purrkunarlaust óþverramál, þar sem bæjarstjóri fer bísna frjálslega með almannafé á fölskum forsendum.Lokaorð greinar bæjarstjóra er því miður ekki svara verð. Bæjarstjórinn hefur gjarnan þennan háttinn á í áróðri sínum, til að villa um fyrir Álftnesingum.
Guðmundur
Tuesday, June 23, 2009
Bæjarstjóri svarar grein í Mogga dags. 19. janúar sl.
Bæjarstjóri svarar grein minni í Morgunblaðinu 22. júní sl.
Greinin mín í Mogga frá 19. júní sl. er hér á blogginu.
Með því að nafngreina mig í fyrirsögn ,,svargreinarinnar“ – þá reiðir bæjarstjóri hátt til höggs, svo líkur séu á að ég ,,gantist“ ekki frekar með erfiða fjárhagsstöðu Álftaness. Með því að nafngreina mig í fyrirsögninni, er ljóst að bæjarstjóri er reiður, þolir ekki réttmæta gagnrýni á ónýtar og fífldjarfar áætlanir fulltrúa Á – listans á árunum 2006, 2007 og 2008, óráðssíu og sukk.
Ég vil gera grein fyrir afstöðu minni til skrifa bæjarstjóra í Mogga þann 22. júní sl.
Ansi er hún ný rýr í roðinu grein bæjarstjórans, þar sem hann velur að skuata hjá megin efnisatriðum í minni grein og grípur til skætings í staðinn. Það er reyndar hans háttur, hvort sem um er að ræða greinaskrif sem þessi eða mögnuð ræðuhöld á bæjarstjórnarfundum.
Bæjarstjóri segir ,,gantast Guðmundur … með erfiða stöðu bæjarsjóðs“ ,,hann kennir stjórnleysi núverandi meirihluta Á – lista um og gerir sem minnst úr afleiðingum efnahagshrunsins."
Við lestur greinar minnar er auðvelt að sjá að ég hvorki gantast með erfiða stöðu fjármála né segi eða gef í skyn að alvarleg staða fjármála bæjarfélagsins nú sé núverandi meirihluta að kenna. Ég segi einfaldlega að þegar fjármálahrunið reið yfir, hafi fjárhagstaða bæjarsjóðs þá þegar verið orðin mjög erfið, vegna stefnu Á – listans.
Ég er einfaldlega að lýsa vonbrigðum mínum með fífldjarfar og dýrar áætlanir fulltrúa Á – lista, sem skila íbúum hræðilegri fjárhagsstöðu. Slík háttsemi, sem þeirra allt frá kjördegi 2006, eru mikil vonbrigði og ber ekki vott um ráðdeild. Það sýnir samanburður ársreikninga 2005, 2006, 2007 og 2008.
Bæjarstjóri segir að ég hafi lagt til að ,,Sjálfstæðisfélagið á Álftanesi bjóði ekki fram næsta vor undir merkjum D – listans, heldur opni listann fyrir fólki sem hafnar aðild að flokknum.“ Þetta er afar sérkennileg túlkun á pistli, sem ég setti hér á bloggið í janúar og fjallar um þá skoðun mína að æskileg sé umræða um að Álftnesingar hafi val um það hvort viðkomandi sé í Sjálfstæðisfélaginu og jafnframt í Sjálfstæðisflokknum. Þessi túlkun bæjarstjóra er út í hött, eins og hægt er að skoða með lestri þess pistils, sem hægt er að finna í janúarskrá bloggsins.
Bæjarstjóri kemst að þeirri niðurstöðu að skuldir ,,D – lista“ á miðju ári 2006 hafi verið 1.500 milljónir. Eftir kosningar vorið 2006 létu fulltrúar Á – lista ,,gera úttekt“ á stöðu bæjarsjóðs. Sú úttekt var í meira lagi skrautleg og að hætti Á - listans. Eðlilegt er að benda á fjárhagsstöðu í ársreikningi 2005, en þá eru skuldir bæjarsjóðs um 950 milljónir.
Bæjarstjóri segir að eina lánið, sem tekið var á árinu 2006 sé 100 milljóna kr. lán vegna endurgreiðslu til Eirar, sem hætt hafi við framkvæmdir á miðsvæðinu. Það rétta er að bæjarstjóri flæmdi Eir frá undirrituðum áformum sínum, því var útlagt fé Eirar endurgreitt. Hann segir jafnframt að síðar hafi lóðin verið seld fyrir þrefalt hærra verð. Lóðin var að hluta sett inn í samninga við Búmenn á yfirverði, til þess að góð staða myndist í ársreikningi. Síðan leigir bæjarfélagið upphæðina til baka með byggingarkostnaði. Er það fjármálasnilld?
Bæjarstjóri segir að engin lán hafi verið tekin á árinu 2007. Hið rétta er að íþróttamiðstöðin var seld fyrir um 600 milljónir, þar af fóru um 200 milljónir í hlutafé í Fasteign. Síðar var Fasteing seld lóðin undir íþróttamiðstöðinni á 200 milljónir og allt það fé sett í hlutafé í Fasteign. Ég tel að þessar 400 hundruð milljónir í hlutafé séu lítils virði í dag. Afrakstur sölu íþróttahússins kr. 400 hundruð milljónir fóru í hreina og klára eyðslu. Fulltrúar Á – lista sögðu reyndar að lækka ætti skuldir sem næmi þessum 400 milljónum. Skuldir á árinu 2007 lækkuðu einungis um 50 milljónir, restinni var eytt.
Hönnun sundlaugarinnar er auðvitað kapítuli út af fyrir sig, en auðvitað töldu fulltrúar D – lista að gætt yrði ráðdeildar við hönnun verksins. Það var öðru nær, niðurstaðan er vissulega glæsilegt mannvirki, sem við skulum vona að íbúar hafi áhuga á að sækja um ókomna tíð. En að hamast væri í því að gera dæmið eins dýrt og mögulegt var, það datt mér og mínum félögum ekki í hug. Og enn skal bætt við, aukaverk eru upp á tugi milljóna, sem að mestu eða öllu leiti falla á bæjarsjóð og hækkar um leið enn meir leigugjöld af herlegheitunum.
Bæjarstjóri heldur því fram að skuldir bæjarsjóðs í lok árs 2008 sé fyrri bæjarstjórnar um að kenna! Ansans ári er þetta sérkennileg yfirlýsing. Halda mætti að þau þrjú ár sem að baki eru hafi gufað upp og þá gæti einhver haldið að bæjarstjóri vildi helst að tímabil Á – listans væri þurrkað út! Séu ársreikningar 2005, 2006, 2007 og 2008 bornir saman, kemur hið sanna í ljós.
Bæjarstjóri segir: ,,Það þyrfti samsvarandi færslu á móti eigna megin, ef túlka á skuldbindingu gagnvart Fasteign vegna íþróttamiðstöðvar og sundlaugar sem skuld.“ Það er auðvitað út í hött, því að eftir 30 ára ,,leigutímabil“ Fasteignar, þarf að semja um málalok. Því er skuldin fullgild og að tala um að sú skuld sé utan efnahags, er afar ómerkileg túlkun.
Bæjarstjórinn segir mig ,,gagnrýna áform um byggingu þjónustuhúss fyrir eldri borgara.“ Ég tel að fjármögnun sé á fölskum forsendum, þar sem megin hluta framkvæmdarinnar á að nota fyrir skrifstofur bæjarfélagsins með láni frá Íbúðalánasjóði á grundvelli framkvæmdar fyrir eldri íbúa. Leigusamningur er gerður við Búmenn til 50 ára. Staða bæjarsjóðs er slík að vafasamt er að færa rök fyrir svo stórri framkvæmd nú um stundir.
Bæjarstjóri segir vegna Bessans: ,,eru bæjaryfirvöld að leysa úr gömlu deilumáli frá stjórnartíð Guðmundar, þegar hann seldi verslunarlóð Bessans til annarra aðila og hugðist þannig með vafasamri stjórnsýslu fara fram með valdhroka gegn eigendum Bessans.” Ja hérna, hvað í ósköpunum á maðurinn við? Er hann að meina að lóð Bessans hafi verið seld öðrum? Tæplega getur bæjarfélagið selt lóð, sem það á ekki! Eða er hann að meina að lóð, sem Bessinn ætlaði sér annars staðar á miðsvæðinu, hafi verið seld öðrum? Þetta er fráleitt og alger tilbúningur. Það var ekkert ,,gamalt deilumál” í gangi varðandi Bessann á síðasta kjörtímabili. Eigandi Bessans hélt því fram með aðstoð lögmanns að hann væri órétti beittur, það voru engar deilur. Hins vegar er það bísna ógeðfellt að bæjarstjóri beiti sér fyrir samningum við eiganda Bessans á grundvelli ósvífinna tilburða og ,,aðstoðar” hans í kosningabaráttu Á – listans vorið 2006. Það kalla ég siðblindu og spillingu. Þetta mál liggur ljóst fyrir og er enginn arfur frá ,,stjórnartíð Guðmundar.” Hér er á ferðinni purrkunarlaust óþverramál, þar sem bæjarstjóri fer bísna frjálslega með almannafé á fölskum forsendum.
Lokaorð greinar bæjarstjóra er því miður ekki svara verð. Bæjarstjórinn hefur gjarnan þennan háttinn á í áróðursrugli sínu, til að villa um fyrir Álftnesingum.
Þeir sem hafa áhuga á að rifja upp veruleika síðasta kjörtímabils, er bent á fundargerðir bæjarstjórnar frá síðasta kjörtímabili. Maður lifandi, þá voru nú ekki sparaðir ,,hinir stóru hnífar” fulltrúa Á – listans.
Staðreyndin er sú að fulltrúar Á – lista glutruðu niður opnu tækifæri til góðra verka með kolvitlausum áætlunum sínum áranna 2006, 2007 og 2008, til stórkostlegs tjóns fyrir íbúa Álftaness. Stærsta klúður fulltrúa Á – listans var að taka úr sambandi flest öll fyrirheit og áætlanir fyrri bæjarstjórnar, án þess að laga þær áætlanir að heildarmynd og hagsmunum íbúnna. Því fór sem fór, því miður.
Guðmundur
Greinin mín í Mogga frá 19. júní sl. er hér á blogginu.
Með því að nafngreina mig í fyrirsögn ,,svargreinarinnar“ – þá reiðir bæjarstjóri hátt til höggs, svo líkur séu á að ég ,,gantist“ ekki frekar með erfiða fjárhagsstöðu Álftaness. Með því að nafngreina mig í fyrirsögninni, er ljóst að bæjarstjóri er reiður, þolir ekki réttmæta gagnrýni á ónýtar og fífldjarfar áætlanir fulltrúa Á – listans á árunum 2006, 2007 og 2008, óráðssíu og sukk.
Ég vil gera grein fyrir afstöðu minni til skrifa bæjarstjóra í Mogga þann 22. júní sl.
Ansi er hún ný rýr í roðinu grein bæjarstjórans, þar sem hann velur að skuata hjá megin efnisatriðum í minni grein og grípur til skætings í staðinn. Það er reyndar hans háttur, hvort sem um er að ræða greinaskrif sem þessi eða mögnuð ræðuhöld á bæjarstjórnarfundum.
Bæjarstjóri segir ,,gantast Guðmundur … með erfiða stöðu bæjarsjóðs“ ,,hann kennir stjórnleysi núverandi meirihluta Á – lista um og gerir sem minnst úr afleiðingum efnahagshrunsins."
Við lestur greinar minnar er auðvelt að sjá að ég hvorki gantast með erfiða stöðu fjármála né segi eða gef í skyn að alvarleg staða fjármála bæjarfélagsins nú sé núverandi meirihluta að kenna. Ég segi einfaldlega að þegar fjármálahrunið reið yfir, hafi fjárhagstaða bæjarsjóðs þá þegar verið orðin mjög erfið, vegna stefnu Á – listans.
Ég er einfaldlega að lýsa vonbrigðum mínum með fífldjarfar og dýrar áætlanir fulltrúa Á – lista, sem skila íbúum hræðilegri fjárhagsstöðu. Slík háttsemi, sem þeirra allt frá kjördegi 2006, eru mikil vonbrigði og ber ekki vott um ráðdeild. Það sýnir samanburður ársreikninga 2005, 2006, 2007 og 2008.
Bæjarstjóri segir að ég hafi lagt til að ,,Sjálfstæðisfélagið á Álftanesi bjóði ekki fram næsta vor undir merkjum D – listans, heldur opni listann fyrir fólki sem hafnar aðild að flokknum.“ Þetta er afar sérkennileg túlkun á pistli, sem ég setti hér á bloggið í janúar og fjallar um þá skoðun mína að æskileg sé umræða um að Álftnesingar hafi val um það hvort viðkomandi sé í Sjálfstæðisfélaginu og jafnframt í Sjálfstæðisflokknum. Þessi túlkun bæjarstjóra er út í hött, eins og hægt er að skoða með lestri þess pistils, sem hægt er að finna í janúarskrá bloggsins.
Bæjarstjóri kemst að þeirri niðurstöðu að skuldir ,,D – lista“ á miðju ári 2006 hafi verið 1.500 milljónir. Eftir kosningar vorið 2006 létu fulltrúar Á – lista ,,gera úttekt“ á stöðu bæjarsjóðs. Sú úttekt var í meira lagi skrautleg og að hætti Á - listans. Eðlilegt er að benda á fjárhagsstöðu í ársreikningi 2005, en þá eru skuldir bæjarsjóðs um 950 milljónir.
Bæjarstjóri segir að eina lánið, sem tekið var á árinu 2006 sé 100 milljóna kr. lán vegna endurgreiðslu til Eirar, sem hætt hafi við framkvæmdir á miðsvæðinu. Það rétta er að bæjarstjóri flæmdi Eir frá undirrituðum áformum sínum, því var útlagt fé Eirar endurgreitt. Hann segir jafnframt að síðar hafi lóðin verið seld fyrir þrefalt hærra verð. Lóðin var að hluta sett inn í samninga við Búmenn á yfirverði, til þess að góð staða myndist í ársreikningi. Síðan leigir bæjarfélagið upphæðina til baka með byggingarkostnaði. Er það fjármálasnilld?
Bæjarstjóri segir að engin lán hafi verið tekin á árinu 2007. Hið rétta er að íþróttamiðstöðin var seld fyrir um 600 milljónir, þar af fóru um 200 milljónir í hlutafé í Fasteign. Síðar var Fasteing seld lóðin undir íþróttamiðstöðinni á 200 milljónir og allt það fé sett í hlutafé í Fasteign. Ég tel að þessar 400 hundruð milljónir í hlutafé séu lítils virði í dag. Afrakstur sölu íþróttahússins kr. 400 hundruð milljónir fóru í hreina og klára eyðslu. Fulltrúar Á – lista sögðu reyndar að lækka ætti skuldir sem næmi þessum 400 milljónum. Skuldir á árinu 2007 lækkuðu einungis um 50 milljónir, restinni var eytt.
Hönnun sundlaugarinnar er auðvitað kapítuli út af fyrir sig, en auðvitað töldu fulltrúar D – lista að gætt yrði ráðdeildar við hönnun verksins. Það var öðru nær, niðurstaðan er vissulega glæsilegt mannvirki, sem við skulum vona að íbúar hafi áhuga á að sækja um ókomna tíð. En að hamast væri í því að gera dæmið eins dýrt og mögulegt var, það datt mér og mínum félögum ekki í hug. Og enn skal bætt við, aukaverk eru upp á tugi milljóna, sem að mestu eða öllu leiti falla á bæjarsjóð og hækkar um leið enn meir leigugjöld af herlegheitunum.
Bæjarstjóri heldur því fram að skuldir bæjarsjóðs í lok árs 2008 sé fyrri bæjarstjórnar um að kenna! Ansans ári er þetta sérkennileg yfirlýsing. Halda mætti að þau þrjú ár sem að baki eru hafi gufað upp og þá gæti einhver haldið að bæjarstjóri vildi helst að tímabil Á – listans væri þurrkað út! Séu ársreikningar 2005, 2006, 2007 og 2008 bornir saman, kemur hið sanna í ljós.
Bæjarstjóri segir: ,,Það þyrfti samsvarandi færslu á móti eigna megin, ef túlka á skuldbindingu gagnvart Fasteign vegna íþróttamiðstöðvar og sundlaugar sem skuld.“ Það er auðvitað út í hött, því að eftir 30 ára ,,leigutímabil“ Fasteignar, þarf að semja um málalok. Því er skuldin fullgild og að tala um að sú skuld sé utan efnahags, er afar ómerkileg túlkun.
Bæjarstjórinn segir mig ,,gagnrýna áform um byggingu þjónustuhúss fyrir eldri borgara.“ Ég tel að fjármögnun sé á fölskum forsendum, þar sem megin hluta framkvæmdarinnar á að nota fyrir skrifstofur bæjarfélagsins með láni frá Íbúðalánasjóði á grundvelli framkvæmdar fyrir eldri íbúa. Leigusamningur er gerður við Búmenn til 50 ára. Staða bæjarsjóðs er slík að vafasamt er að færa rök fyrir svo stórri framkvæmd nú um stundir.
Bæjarstjóri segir vegna Bessans: ,,eru bæjaryfirvöld að leysa úr gömlu deilumáli frá stjórnartíð Guðmundar, þegar hann seldi verslunarlóð Bessans til annarra aðila og hugðist þannig með vafasamri stjórnsýslu fara fram með valdhroka gegn eigendum Bessans.” Ja hérna, hvað í ósköpunum á maðurinn við? Er hann að meina að lóð Bessans hafi verið seld öðrum? Tæplega getur bæjarfélagið selt lóð, sem það á ekki! Eða er hann að meina að lóð, sem Bessinn ætlaði sér annars staðar á miðsvæðinu, hafi verið seld öðrum? Þetta er fráleitt og alger tilbúningur. Það var ekkert ,,gamalt deilumál” í gangi varðandi Bessann á síðasta kjörtímabili. Eigandi Bessans hélt því fram með aðstoð lögmanns að hann væri órétti beittur, það voru engar deilur. Hins vegar er það bísna ógeðfellt að bæjarstjóri beiti sér fyrir samningum við eiganda Bessans á grundvelli ósvífinna tilburða og ,,aðstoðar” hans í kosningabaráttu Á – listans vorið 2006. Það kalla ég siðblindu og spillingu. Þetta mál liggur ljóst fyrir og er enginn arfur frá ,,stjórnartíð Guðmundar.” Hér er á ferðinni purrkunarlaust óþverramál, þar sem bæjarstjóri fer bísna frjálslega með almannafé á fölskum forsendum.
Lokaorð greinar bæjarstjóra er því miður ekki svara verð. Bæjarstjórinn hefur gjarnan þennan háttinn á í áróðursrugli sínu, til að villa um fyrir Álftnesingum.
Þeir sem hafa áhuga á að rifja upp veruleika síðasta kjörtímabils, er bent á fundargerðir bæjarstjórnar frá síðasta kjörtímabili. Maður lifandi, þá voru nú ekki sparaðir ,,hinir stóru hnífar” fulltrúa Á – listans.
Staðreyndin er sú að fulltrúar Á – lista glutruðu niður opnu tækifæri til góðra verka með kolvitlausum áætlunum sínum áranna 2006, 2007 og 2008, til stórkostlegs tjóns fyrir íbúa Álftaness. Stærsta klúður fulltrúa Á – listans var að taka úr sambandi flest öll fyrirheit og áætlanir fyrri bæjarstjórnar, án þess að laga þær áætlanir að heildarmynd og hagsmunum íbúnna. Því fór sem fór, því miður.
Guðmundur
Friday, June 19, 2009
Útrásarvíkingar á Álftanesi.
Grein í Morgunblaðinu 19. júní 2009.
Það voru ekki bara útrásarvíkingar í bankastarfsemi á Íslandi og sumra stóru ,,loftbólu“ fyrirtækjanna, sem í meingölluðu regluverki fengu að valsa að vild þar til í þrot var keyrt. Við ,,eigum” okkar útrásarvíkinga á Álftanesi.
Þar er um að ræða bæjarfulltrúa Á – listans í meirihluta bæjarstjórnar. Og árangurinn á þremur árum, maður lifandi.
Hreppsnefndir og bæjarstjórnir hafa í gegn um tíðina haft að leiðarljósi ráðdeild og hagsmuni íbúa, lögum samkvæmt. Með nýjum meirihluta bæjarstjórnar vorið 2006 kvað við nýjan tón, umbylta varð öllu sem mögulegt var að bylta, án fyrirhyggju, raunverulegs kostnaðarmats, skoðunar á heildarmynd eða afleiðingum. Farið var í einskonar útrás. Í útrásinni fólst m.a. að hanna ,,nýjan grænan miðbæ,“ sem átti að slá öllu við og draga að nýja íbúa, verslanir og fyrirtæki af ýmsum stærðum. Einnig var gengið bratt til verks og hönnuð og byggð ný sundlaug, svona ,,svolítið” 2007. Svo ekki sé nú minnst á allt innstreymi fjár, sem áætlað var vegna kaupa aðila á byggingarrétti á miðsvæðinu og afrakstur aðgöngugjalda sundlaugar! Allt tók þetta brölt tíma og dýrt varð drottins orðið. Við sitjum uppi m.a. með dýrasta deiliskipulag, sem unnið hefur verið á landinu öllu. Þetta eru einungis dæmi, það var komið víðar við.
Kaup á skúrabyggingum
Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt að semja við eiganda Bessans, sem rekur verslun og pöbb á Álftanesi, um kaup á aðstöðunni. Um er að ræða gamla vinnuskúra, sem voru settir niður og innréttaðir skv. bráðabirgðaleyfi og land undir þeim, sem er eign Bessans. En eigandinn fór mikinn fyrir síðustu kosningar í stuðningi sínum við Á listann og voru þar ógeðfelld meðöl notuð, sem ekki hafa verið uppi á borðum áður. Eigandi Bessans hefur átt við fjárhagserfiðleika að stríða í erfiðum rekstri. Nú skal endurgjalda greiðann frá vori 2006. Um er að ræða algerlega óásættanlegan samning. Virði samningsins miðað við aðstæður, gæti verið á bilinu 40 til 80 milljónir! Verð og forsendur, eru algerlega út úr korti og samningurinn er dæmalaus siðblinda og spilling. Skyldi öðrum Álftnesingum í fjárhags þrengingum standa til boða sambærilegar reddingar?
Fjárhagurinn
Loks á síðasta fundi bæjarstjórnar var lagður fram ársreikningur 2008. Rekstrarniðurstaða í árslok 2008 mínus 832 milljónir. Íþróttamiðstöð – sundlaug, skuld um 2,5 milljarðar. Aðrar skuldir í árslok 2008 um 2,5 milljarðar. Alls skuldir yfir 5 milljarðar. Meira en fimmfaldar áætlaðar árstekjur 2009. Heildarskuldir eru meira en 2 milljónir á hvern íbúa. Til að skoða marktækan samanburð rekstrar, gefur samanburður áranna 2005 til 2008 glögga mynd af óráðinu. Heildarskuldir bæjarsjóðs eru um síðustu áramót orðnar meira en fimmfalt meiri en í árslok 2005.
Þrátt fyrir svakalega stöðu bæjarsjóðs er samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar að semja við Búmenn um 50 ára fasteignaleiguskuldbindingu, vegna framkvæmdar yfir 1 milljarð. Í verkinu felst að byggja m.a. hús fyrir bæjarskrifstofurnar, með að skálkaskjóli byggingu fyrir eldri íbúa, skv. lánsloforði frá Íbúðalánasjóði. Meginmál virðist að hægt er að setja í samninginn við Búmenn ,,kaup“ þeirra á byggingarrétti á miðsvæðinu. Síðan á bæjarsjóður að leigja að mestu herlegheitin. Raun upphæð samnings þessa verður ekki ljós fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2010, þ.e. ef framkvæmdir hefjast. Það er vegna þess að allar mögulegar breytingar á verkefninu munu valda kostnaðarhækkun fyrir bæjarfélagið, svo sem hátturinn mun vera hjá Búmönnum. Og ekkert var nú samráðið við þá eldri um verkefnið.
Bæjarsjóður í uppnámi, þegar kreppa skall á.
Fulltrúar D – lista vöruðu strax sumarið 2006 við því að fulltrúar Á – lista ætluðu að bylta öllu hvað varðaði skipulag og fjármál. Ef slíkt ætti að gera, yrði að skoða heildarmyndina. Það var ekki gert. Ársreikningar 2006, 2007 og 2008 sýna að áður sterkum bæjarsjóði er á hrokafullan hátt stefnt í voða. Svo kom fjármálakreppan, sem nú er sagt að ásamt ákvörðunum fyrri bæjarstjórnar valdi hrikalegri stöðu bæjarsjóðs Álftaness. Halda fulltrúar Á – listans að Álftnesingar séu kjánar?
Bæjarstjórinn segir að ábyrgð á skuldum bæjarsjóðs í erlendri mynt sé fyrri bæjarstjórnar! Lán í erlendri mynt frá árinu 2005 með gjalddaga í mars sl. sé slæmt mál. Að hugsa sér málæðið. Greina má af orðum bæjarstjóra að megin ástæður mjög alvarlegrar stöðu bæjarsjóðs nú séu lántöku fyrri bæjarstjórnar og efnahagshruninu að kenna! Fulltrúar D – lista vöruðu við því strax sumarið 2006, þegar ljóst var að bylta ætti bæði fjárhagslegu öryggi bæjarsjóðs og einnig að skera upp allt skipulag, að ekki gengi að taka þetta litla kerfi okkar svo kyrfilega úr sambandi án forsjár og skoðunar á heildardæminu. Við höfum varað ítrekað við óráðinu. Afleiðingar áætlana fulltrúa Á – lista á stöðu bæjarsjóðs eru mjög alvarlegar. Gleðibanki Á – listans var ,,formlega“ opnaður í júní 2006 og var galopinn þar til í byrjun október sl. Ætti bankastjóri Gleðibankans ekki að axla ábyrgð og víkja?
Guðmundur G. Gunnarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi.
Grein í Morgunblaðinu 19. júní 2009.
Það voru ekki bara útrásarvíkingar í bankastarfsemi á Íslandi og sumra stóru ,,loftbólu“ fyrirtækjanna, sem í meingölluðu regluverki fengu að valsa að vild þar til í þrot var keyrt. Við ,,eigum” okkar útrásarvíkinga á Álftanesi.
Þar er um að ræða bæjarfulltrúa Á – listans í meirihluta bæjarstjórnar. Og árangurinn á þremur árum, maður lifandi.
Hreppsnefndir og bæjarstjórnir hafa í gegn um tíðina haft að leiðarljósi ráðdeild og hagsmuni íbúa, lögum samkvæmt. Með nýjum meirihluta bæjarstjórnar vorið 2006 kvað við nýjan tón, umbylta varð öllu sem mögulegt var að bylta, án fyrirhyggju, raunverulegs kostnaðarmats, skoðunar á heildarmynd eða afleiðingum. Farið var í einskonar útrás. Í útrásinni fólst m.a. að hanna ,,nýjan grænan miðbæ,“ sem átti að slá öllu við og draga að nýja íbúa, verslanir og fyrirtæki af ýmsum stærðum. Einnig var gengið bratt til verks og hönnuð og byggð ný sundlaug, svona ,,svolítið” 2007. Svo ekki sé nú minnst á allt innstreymi fjár, sem áætlað var vegna kaupa aðila á byggingarrétti á miðsvæðinu og afrakstur aðgöngugjalda sundlaugar! Allt tók þetta brölt tíma og dýrt varð drottins orðið. Við sitjum uppi m.a. með dýrasta deiliskipulag, sem unnið hefur verið á landinu öllu. Þetta eru einungis dæmi, það var komið víðar við.
Kaup á skúrabyggingum
Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt að semja við eiganda Bessans, sem rekur verslun og pöbb á Álftanesi, um kaup á aðstöðunni. Um er að ræða gamla vinnuskúra, sem voru settir niður og innréttaðir skv. bráðabirgðaleyfi og land undir þeim, sem er eign Bessans. En eigandinn fór mikinn fyrir síðustu kosningar í stuðningi sínum við Á listann og voru þar ógeðfelld meðöl notuð, sem ekki hafa verið uppi á borðum áður. Eigandi Bessans hefur átt við fjárhagserfiðleika að stríða í erfiðum rekstri. Nú skal endurgjalda greiðann frá vori 2006. Um er að ræða algerlega óásættanlegan samning. Virði samningsins miðað við aðstæður, gæti verið á bilinu 40 til 80 milljónir! Verð og forsendur, eru algerlega út úr korti og samningurinn er dæmalaus siðblinda og spilling. Skyldi öðrum Álftnesingum í fjárhags þrengingum standa til boða sambærilegar reddingar?
Fjárhagurinn
Loks á síðasta fundi bæjarstjórnar var lagður fram ársreikningur 2008. Rekstrarniðurstaða í árslok 2008 mínus 832 milljónir. Íþróttamiðstöð – sundlaug, skuld um 2,5 milljarðar. Aðrar skuldir í árslok 2008 um 2,5 milljarðar. Alls skuldir yfir 5 milljarðar. Meira en fimmfaldar áætlaðar árstekjur 2009. Heildarskuldir eru meira en 2 milljónir á hvern íbúa. Til að skoða marktækan samanburð rekstrar, gefur samanburður áranna 2005 til 2008 glögga mynd af óráðinu. Heildarskuldir bæjarsjóðs eru um síðustu áramót orðnar meira en fimmfalt meiri en í árslok 2005.
Þrátt fyrir svakalega stöðu bæjarsjóðs er samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar að semja við Búmenn um 50 ára fasteignaleiguskuldbindingu, vegna framkvæmdar yfir 1 milljarð. Í verkinu felst að byggja m.a. hús fyrir bæjarskrifstofurnar, með að skálkaskjóli byggingu fyrir eldri íbúa, skv. lánsloforði frá Íbúðalánasjóði. Meginmál virðist að hægt er að setja í samninginn við Búmenn ,,kaup“ þeirra á byggingarrétti á miðsvæðinu. Síðan á bæjarsjóður að leigja að mestu herlegheitin. Raun upphæð samnings þessa verður ekki ljós fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2010, þ.e. ef framkvæmdir hefjast. Það er vegna þess að allar mögulegar breytingar á verkefninu munu valda kostnaðarhækkun fyrir bæjarfélagið, svo sem hátturinn mun vera hjá Búmönnum. Og ekkert var nú samráðið við þá eldri um verkefnið.
Bæjarsjóður í uppnámi, þegar kreppa skall á.
Fulltrúar D – lista vöruðu strax sumarið 2006 við því að fulltrúar Á – lista ætluðu að bylta öllu hvað varðaði skipulag og fjármál. Ef slíkt ætti að gera, yrði að skoða heildarmyndina. Það var ekki gert. Ársreikningar 2006, 2007 og 2008 sýna að áður sterkum bæjarsjóði er á hrokafullan hátt stefnt í voða. Svo kom fjármálakreppan, sem nú er sagt að ásamt ákvörðunum fyrri bæjarstjórnar valdi hrikalegri stöðu bæjarsjóðs Álftaness. Halda fulltrúar Á – listans að Álftnesingar séu kjánar?
Bæjarstjórinn segir að ábyrgð á skuldum bæjarsjóðs í erlendri mynt sé fyrri bæjarstjórnar! Lán í erlendri mynt frá árinu 2005 með gjalddaga í mars sl. sé slæmt mál. Að hugsa sér málæðið. Greina má af orðum bæjarstjóra að megin ástæður mjög alvarlegrar stöðu bæjarsjóðs nú séu lántöku fyrri bæjarstjórnar og efnahagshruninu að kenna! Fulltrúar D – lista vöruðu við því strax sumarið 2006, þegar ljóst var að bylta ætti bæði fjárhagslegu öryggi bæjarsjóðs og einnig að skera upp allt skipulag, að ekki gengi að taka þetta litla kerfi okkar svo kyrfilega úr sambandi án forsjár og skoðunar á heildardæminu. Við höfum varað ítrekað við óráðinu. Afleiðingar áætlana fulltrúa Á – lista á stöðu bæjarsjóðs eru mjög alvarlegar. Gleðibanki Á – listans var ,,formlega“ opnaður í júní 2006 og var galopinn þar til í byrjun október sl. Ætti bankastjóri Gleðibankans ekki að axla ábyrgð og víkja?
Guðmundur G. Gunnarsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi.
Grein í Morgunblaðinu 19. júní 2009.
Sunday, June 7, 2009
Útrásarvíkingar Á - listans, ábyrgð þeirra.
Fyrrum bankaeigendur og útrásarvíkingar gengu hratt um gleðinnar dyr, þeim voru fengnar í hendur bankarnir og regluverk frelsis, sem þeir misnotuðu ótæpilega með skelfilegum afleiðingum fyrir íslenska þjóð. Þar brást alþingi Íslendinga hlutverki sínu.
Kerfi sveitarfélaga virkar allt öðru vísi en alþingi. Það sem meirihluti sveitarstjórnar ákveður, stendur. Eftirlitskerfi stjórnkerfisins er nánast ekkert. Því er of seint í rassinn gripið, þegar ástand er orðið sem það er á Álftanesi.
Á – listinn var kjörinn til ábyrgðar á Álftanesi vorið 2006. Mikil var bjartsýnin, markmiðin svakaleg og óhófið gengdarlaust strax frá fyrstu viku. Ársreikningar 2005 sýna ráðdeild. En síðan fer flest á hliðina hvað fjárhaginn varðar. Með því að skoða ársreikninga 2006, 2007 og nýbirtan ársreikning 2008, sést svo ekki verður um villst að bæjarsjóður hefur með ,,markvissum“ hætti verið settur á hliðina.
Skýringar fulltrúa Á – lista á síðasta fundi bæjarstjórnar á hrikalegri stöðu bæjarsjóðs um síðustu áramót eru marklausar, svo sem að efnahagshrunið hafi orsakað að allt fór á hliðina og háir vextir. Það er hluti vandans, en það kemur fleira til. Nú var það ljóst í árshlutauppgjöri janúar til september 2008 að hér stefndi í algert óefni. Svo sem ég hef sagt frá hér á síðunni, þá hafa áætlanir fulltrúa Á – lista gengið út á gengdarlaust óhóf og ráðdeild var eitthvað, sem þau hafa ekki skilið. Eins og ég hef bent á áður, þá sagði fyrrum forseti bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi:
,,Allar áætlanir hafi staðist, nema tekjuáætlanirnar.“
Þetta er auðvitað ein af tilvitnunum aldarinnar að mínu mati. En drengurinn sá þurfti að hröklast úr bæjarstjórn eftir að hafa orðið uppvís að því að hafa villt á sér heimildir með fölskum tölvuskeytum, til þess að meiða saklaust fólk.
Það er vissulega staðreynd að óráð fulltrúa Á – listans hefur verið algerlega með ólíkindum allt þetta kjörtímabil. Staða bæjarsjóðs í lok árs 2007 gaf til kynna að hér stefndi í óefni. Fulltrúar D – lista hafa ítrekað bent á, allt frá sumri 2006, að þessir einkenniklegu áætlanir Á – listans gætu ekki gengið upp.
Vandinn var orðinn löngu óviðráðanlegur fyrir efnahagshrunið. En frá október sl. þegar kreppan skall á okkur af fullum þunga, þá var ljóst að dæmið var einfaldlega það sem venjulegt fyrirtæki myndi ekki ráða við. Sveitarfélag getur vissulega ekki orðið gjaldþrota, því að þá kæmi til kasta laskaðs ríkissjóðs að hlaupa undir bagga. Það er að mínu viti óeðlilegt að svo sé um hnútana búið að sveitarstjórnarmenn bera alls enga ábyrgð á sínum gerðum. Í lögum stendur einungis að sýna eigi ráðdeild með almannafé. Auðvitað eru kosningar á fjögurra ára fresti uppgjör, síðan geta menn bara gengið frá borði óáreittir.
Vonandi verður nýja sundlaugin vel nýtt, en þó að gjald sé rúmar tvö hundruð krónur í hvert skipti, þá er raunverulegur kostnaður pr. hvert einasta skipti notenda þó nokkrar þúsundir króna. Sundlaugin er svo sannarlega svolítið ,,2007" - það sér hver heilvita maður.
Annað dæmi er sér fyrirgreiðsla á fjárhagsvanda eiganda Bessans. En bæjarstjórn hefur nýverið með atkvæðum fulltrúa Á - lista samþykkt að skúrarnir og lóðin verði keypt dýru verði. Skyldi öðrum Álftnesingum í mögulegum fjárhagsvanda standa til boða slík fyrirgreiðsla sem eigandi Bessans fær? Auðvitað hafa samningar við eiganda Bessans fordæmisgildi. Aldeilis makalaust mál, sem ég mun gera sérstök skil síðar.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar samþykktu fulltrúar Á – listans samninga við Búmenn um uppbyggingu fyrir þá sem eldri eru. Því miður verður húsnæðið ætlað að mestu fyrir bæjarskrifstofur fyrstu árin en ekki aðstöðu fyrir þá sem eldri eru, svo sem ætlað er við hönnun mannvirkisins. Framkvæmt verður fyrir lánsfé frá Íbúðalánasjóði á sérkjörum. Síðan verða öll herlegheitin leigð af bæjarsjóði. Þokkaleg viðbót við leigusamninga við Fasteign um sundlaugarmannvirkin. Ég tel víst að ekki sé ætlast til þess að fé Íbúðalánasjóðs sé misnotað með svo eindregnum hætti, sem raun ber vitni. Fulltrúar Á – lista samþykktu samningana, en fulltrúar D – lista sátu hjá. Ef ég hefði verið á fundinum, hefði ég greitt atkvæði á móti, vegna þess að ekki eru forsendur fyrir slíkum viðbótarskuldbindingum við okkar aðstæður í dag.
Með samningum við Búmenn (ef fyrirvarar í samningunum flækjast ekki fyrir upphafi framkvæmda) er ljóst að yfirspilað skipulag miðsvæðisins fær fyrstu framkvæmdina, með gatnagerð um svæðið og undirbúningi framkvæmda við húsgrunnana. Þá verður m.a. lagður nýr vegur sunnan v ið Suðurtún, vegur sem íbúar mótmæltu kröftuglega að kæmi á sínum tíma.
Já útrásarvíkingum Á – lista Álftnesinga er margt til lista lagt. Skuldir bæjarsjóðs eru yfir 2,5 milljarðar í árslok 2008, þegar halli á rekstri bæjarsjóðs 2008 er um 830 milljónir. Auk þess er leiguskuldbinding vegna íþróttahúss og sundlaugar um 2,5 milljarðar. Alls eru því skuldir Álftnesinga yfir 5 milljarðar eða yfir 2 milljónir á hvern einasta íbúa um síðustu áramót. Alls meira en fimmfaldar áætlaðar árstekjur 2009!
Fulltrúar Á – lista halda því fram nú að megin orsök sé efnahagshrunið. Samanburðartölur 2005, 2006, 2007 og 2008 sýna svo ekki verður um villst að það er einungis hluti skýringar.
Bera útrásarvíkingar Á – listans á Álftanesi einhverja ábyrgð? Verður gerð sérstök rannsókn á þeirra háttarlagi og meðferð á almannfé?
Hvernig endar þessi vitleysa í stjórn bæjarfélagsins, sem Álftnesingar upplifa?
Guðmundur
Kerfi sveitarfélaga virkar allt öðru vísi en alþingi. Það sem meirihluti sveitarstjórnar ákveður, stendur. Eftirlitskerfi stjórnkerfisins er nánast ekkert. Því er of seint í rassinn gripið, þegar ástand er orðið sem það er á Álftanesi.
Á – listinn var kjörinn til ábyrgðar á Álftanesi vorið 2006. Mikil var bjartsýnin, markmiðin svakaleg og óhófið gengdarlaust strax frá fyrstu viku. Ársreikningar 2005 sýna ráðdeild. En síðan fer flest á hliðina hvað fjárhaginn varðar. Með því að skoða ársreikninga 2006, 2007 og nýbirtan ársreikning 2008, sést svo ekki verður um villst að bæjarsjóður hefur með ,,markvissum“ hætti verið settur á hliðina.
Skýringar fulltrúa Á – lista á síðasta fundi bæjarstjórnar á hrikalegri stöðu bæjarsjóðs um síðustu áramót eru marklausar, svo sem að efnahagshrunið hafi orsakað að allt fór á hliðina og háir vextir. Það er hluti vandans, en það kemur fleira til. Nú var það ljóst í árshlutauppgjöri janúar til september 2008 að hér stefndi í algert óefni. Svo sem ég hef sagt frá hér á síðunni, þá hafa áætlanir fulltrúa Á – lista gengið út á gengdarlaust óhóf og ráðdeild var eitthvað, sem þau hafa ekki skilið. Eins og ég hef bent á áður, þá sagði fyrrum forseti bæjarstjórnar á bæjarstjórnarfundi:
,,Allar áætlanir hafi staðist, nema tekjuáætlanirnar.“
Þetta er auðvitað ein af tilvitnunum aldarinnar að mínu mati. En drengurinn sá þurfti að hröklast úr bæjarstjórn eftir að hafa orðið uppvís að því að hafa villt á sér heimildir með fölskum tölvuskeytum, til þess að meiða saklaust fólk.
Það er vissulega staðreynd að óráð fulltrúa Á – listans hefur verið algerlega með ólíkindum allt þetta kjörtímabil. Staða bæjarsjóðs í lok árs 2007 gaf til kynna að hér stefndi í óefni. Fulltrúar D – lista hafa ítrekað bent á, allt frá sumri 2006, að þessir einkenniklegu áætlanir Á – listans gætu ekki gengið upp.
Vandinn var orðinn löngu óviðráðanlegur fyrir efnahagshrunið. En frá október sl. þegar kreppan skall á okkur af fullum þunga, þá var ljóst að dæmið var einfaldlega það sem venjulegt fyrirtæki myndi ekki ráða við. Sveitarfélag getur vissulega ekki orðið gjaldþrota, því að þá kæmi til kasta laskaðs ríkissjóðs að hlaupa undir bagga. Það er að mínu viti óeðlilegt að svo sé um hnútana búið að sveitarstjórnarmenn bera alls enga ábyrgð á sínum gerðum. Í lögum stendur einungis að sýna eigi ráðdeild með almannafé. Auðvitað eru kosningar á fjögurra ára fresti uppgjör, síðan geta menn bara gengið frá borði óáreittir.
Vonandi verður nýja sundlaugin vel nýtt, en þó að gjald sé rúmar tvö hundruð krónur í hvert skipti, þá er raunverulegur kostnaður pr. hvert einasta skipti notenda þó nokkrar þúsundir króna. Sundlaugin er svo sannarlega svolítið ,,2007" - það sér hver heilvita maður.
Annað dæmi er sér fyrirgreiðsla á fjárhagsvanda eiganda Bessans. En bæjarstjórn hefur nýverið með atkvæðum fulltrúa Á - lista samþykkt að skúrarnir og lóðin verði keypt dýru verði. Skyldi öðrum Álftnesingum í mögulegum fjárhagsvanda standa til boða slík fyrirgreiðsla sem eigandi Bessans fær? Auðvitað hafa samningar við eiganda Bessans fordæmisgildi. Aldeilis makalaust mál, sem ég mun gera sérstök skil síðar.
Á síðasta fundi bæjarstjórnar samþykktu fulltrúar Á – listans samninga við Búmenn um uppbyggingu fyrir þá sem eldri eru. Því miður verður húsnæðið ætlað að mestu fyrir bæjarskrifstofur fyrstu árin en ekki aðstöðu fyrir þá sem eldri eru, svo sem ætlað er við hönnun mannvirkisins. Framkvæmt verður fyrir lánsfé frá Íbúðalánasjóði á sérkjörum. Síðan verða öll herlegheitin leigð af bæjarsjóði. Þokkaleg viðbót við leigusamninga við Fasteign um sundlaugarmannvirkin. Ég tel víst að ekki sé ætlast til þess að fé Íbúðalánasjóðs sé misnotað með svo eindregnum hætti, sem raun ber vitni. Fulltrúar Á – lista samþykktu samningana, en fulltrúar D – lista sátu hjá. Ef ég hefði verið á fundinum, hefði ég greitt atkvæði á móti, vegna þess að ekki eru forsendur fyrir slíkum viðbótarskuldbindingum við okkar aðstæður í dag.
Með samningum við Búmenn (ef fyrirvarar í samningunum flækjast ekki fyrir upphafi framkvæmda) er ljóst að yfirspilað skipulag miðsvæðisins fær fyrstu framkvæmdina, með gatnagerð um svæðið og undirbúningi framkvæmda við húsgrunnana. Þá verður m.a. lagður nýr vegur sunnan v ið Suðurtún, vegur sem íbúar mótmæltu kröftuglega að kæmi á sínum tíma.
Já útrásarvíkingum Á – lista Álftnesinga er margt til lista lagt. Skuldir bæjarsjóðs eru yfir 2,5 milljarðar í árslok 2008, þegar halli á rekstri bæjarsjóðs 2008 er um 830 milljónir. Auk þess er leiguskuldbinding vegna íþróttahúss og sundlaugar um 2,5 milljarðar. Alls eru því skuldir Álftnesinga yfir 5 milljarðar eða yfir 2 milljónir á hvern einasta íbúa um síðustu áramót. Alls meira en fimmfaldar áætlaðar árstekjur 2009!
Fulltrúar Á – lista halda því fram nú að megin orsök sé efnahagshrunið. Samanburðartölur 2005, 2006, 2007 og 2008 sýna svo ekki verður um villst að það er einungis hluti skýringar.
Bera útrásarvíkingar Á – listans á Álftanesi einhverja ábyrgð? Verður gerð sérstök rannsókn á þeirra háttarlagi og meðferð á almannfé?
Hvernig endar þessi vitleysa í stjórn bæjarfélagsins, sem Álftnesingar upplifa?
Guðmundur
Subscribe to:
Posts (Atom)