Sunday, April 4, 2010

Frétt á mbl.is í dag.

Gleðilega páska.

Ég rakst á þessa frétt áðan um ungverskan bæ.

"Ungverski bærinn Szigetvar hefur tvisvar komist í „heimsfréttirnar". Í fyrra sinnið árið 1566 þegar Suleiman soldán lét þar lífið í umsátri og síðara skipti var í byrjun þessa árs þegar bærinn lýsti sig gjaldþrota en bæjaryfirvöld stofnuðu til mikilla skulda vegna framkvæmda við baðhús og heilsulind.

Szigetvar stofnaði til nærri 2,6 milljarða króna skulda til að fjármagna framkvæmdir. Baðhúsið átti að laða að ferðamenn en íbúarnir búa sig nú undir erfiða tíma vegna þess.

„Við fórum af stað með miklar framkvæmdir án þess að gera okkur nægilega grein fyrir því hvort við, gætum fjármagnað þær. Skuldirnar byrjuðu síðan að hlaðast upp og í haust varð okkur ljóst að við vorum sokkin í skuldafen," sagði Gyula Rodek, aðstoðarbæjarstjóri.

Gerð hefur verið neyðaráætlun þar sem bærinn greiðir aðeins fyrir grundvallarþjónustu.

Talsmenn samtaka ungverskra sveitarfélaga segja, að ríkisstjórn landsins hafi á undanförnum árum flutt æ fleiri verkefni til sveitarfélaga en ekki hafi verið séð til þess að sveitarfélögin gætu fjármagnað þessi verkefni."

Furðu nákvæm samlíking við Álftanes, þ.e. að segja nútíma tilvitnunin.

Guðmundur

No comments:

Post a Comment