Greinar mínar tvær í Morgunblaðinu þann 19. og 27. júní sl hafa fengið mikil viðbrögð og ekki síður hafa viðbrögð bæjarstjóra, í grein sem birtist í Mogga 22. júní sl. vakið verðskuldaða athygli.
Ég hef verið beðinn um það sérstaklega að gera grein fyrir einstaka þáttum Álftnesku ,,útrásarinnar." Ég fór frekar almennum orðum um ,,útrás" Á - listans í greininni í Mogga þann 19. júní sl, en mun á næstu dögum gera ítarlegri grein fyrir í hverju ,,útrásin" var helst fólgin og hvar gífurleg áhætta lá undir.
En eðli máls samkvæmt, þá er ekki gert ráð fyrir því að hægt sé að ,,spila fjárhættuspil" með bæjarsjóð, en að mínu mati var það svo sannarlega gert.
Mér rennur til rifja hvernig framkoma fulltrúa Á - listans við sjóð íbúanna hefur verið þetta kjötrímabil. Ráðdeild er að því er virðist útópía, allt var opnað upp á gátt. Síðan brestur á skellurinn í byrjun október sl. og þá var eins og blautri tusku væri lamið í andlit bæjarstjórans.
Það er ekki verjandi á nokkurn hátt að ,,teknir séu sénsar" með lítinn bæjarsjóð, eins og okkar. Og í raun er ekki leyfilegt að haga sér af léttúð með nokkurn sjóð sveitarfélags yfirhöfuð.
Ábyrgð fulltrúa Á - lista er geysimikil. Eru viðurlög við þessari háttsemi? Nei - ekki svo vitað sé. Labbaði fyrrverandi forseti bæjarstjórnar frá borði eftir ævintýrið með tölvupóstinn á Grand hótel. Hver er ábyrgð mannsins á gerðum hans, sem bæjarfulltrúi? Því miður - engin. Fleyg voru ummæli hans á fundi bæjarstjórnar, þegar fulltrúar Á - lista voru að réttlæta fjárausturinn í sundlaugarmannvirkinu:
Við vildum vera flott á því og því eru TVÖ HUNDRUÐ MILLJÓNIR í viðbót ekkert tiltökumál, enda er upphæðin öll tekin að láni.
Þetta er nú kannski kjarni málsins um viðhorfið, eða hvað?
Ég mun taka saman nokkur atriði, sem skýra ,,útrásina" með því að nefna til sögunnar nokkrar innistæðulausar ákvarðanir fulltrúa Á - lista og birta hér á blogginu innan skamms.
Guðmundur
Sunday, June 28, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Er öllum sama hvernig farið er með sjóði okkar,og það er ekki nokkur maður eða kona sem tjáir sig um þessi mál, Og svo er nú það með SPJALLIÐ EKKI NOKKUR MAÐUR EÐA (KONA ) TALAR UMM ÞAÐ HVAÐ ER HÆGT AÐ LÁTA EINS OG EKKERT SÉ RÆÐUR (ÞESSI pálmi ÞESSU,) OG MEÐ HVAÐA RÖKUM HAGA þessir SVOKÖLLUÐU. FULLTRÚAR (OKKAR) SÉR SVONA. GUÐMUNDUR ATHUGAÐU ÞAÐ . takk....
ReplyDelete