- gatnagerð á miðsvæðinu við Ris ehf fyrir 62% af áætlaðri verkupphæð.
- ,,sölu” byggingarréttar á lóð ,,1” á miðsvæðinu til Ris ehf.
- ,,sölu” byggingarréttar á lóð ,,2” á miðsvæðinu til Ris ehf.
- leigu hluta húsnæðis sbr. byggingarrétt á lóð ,,1” - Ris ehf.
- ,,kaup” á Sveinskoti og landi umhverfis af Ris ehf.
Áður höfðu fulltrúar Á–lista samþykkt aðild bæjarfélagsins að samningum Búmanna við Ris ehf. um að byggja m.a. aðstöðu til bráðabirgða fyrir skrifstofur bæjarfélagsins. Þeir samningar verða að hluta fjármagnaðir með lánsloforði frá Íbúðalánasjóði kr. 750 milljónir á grundvelli þess að verið sé að byggja fyrir eldri íbúa, þeim hópi er ekki ætlaður nema óverulegur hluti hússins og það jafnvel næstu 15 - 20 ár.
Það athyglisverða gerðist á þessum fundi bæjarráðs (þ.e. framhaldi fundarins mán. 13. júlí sl.) að á fundinn barst fyrirvaralaust, yfirlýsing að kröfu Kaupþing banka hf um að Ris ehf stofni um framkvæmdina sér fyrirtæki með nýrri kennitölu. Mál nr. 22 á fundinum. Skv. yfirlýsingunni fær fyrirtækið heitið Ris Álftanes ehf. Kaupþing banki hf. hefur veitt Ris ehf. lánsloforð til byggingarinnar fyrir Búmenn kr. 450 milljónir og grundvöllur lánsins er að nýtt fyrirtæki sé stofnað um framkvæmdina, sem er þá væntanlega gert til þess að forða því að slík lánafyrirgreiðsla lendi mögulega í vandræðum á eldri kennitölu Ris ehf. Allt heila er síðan samþykkt með undirritun Búmanna í nefndri yfirlýsingu.
Fundargerð síðasta fundar bæjarráðs er athyglisverð: Heimasíðan http://www.alftanes.is undir stjórnsýsla.
Með því að skoða fundargerðina, þá getur hver og einn myndað sér skoðun á þessum málatilbúnaði.
Rétt er að skýra frá því að með samningi um gatnagerð á miðsvæðinu hefst vinna við lagningu svokallaðs Skólavegar sunnan Suðurtúns. Í gatnagerðinni felst m.a. lagning vegar frá Norðurnesvegi að skólasvæðinu sunnan Suðurtúns. Enginn vafi er að gerð vegarins og umferð um hann mun hafa nokkur áhrif á íbúa og eigur þeirra í nágrenninu.
JÁ – það er vegurinn sem allir íbúar Suðurtúns með tölu, mótmæltu svo eftirminnilega í byrjun árs 2008 að yrði á breyttu aðalskipulagi, sem þá var til kynningar og athugasemda. Ekki var nú hlustað á rök íbúanna. Nú lýtur allt út fyrir að framkvæmdir hefjist næstu daga við þennan umdeilda veg.
Það setur að mér og fleirum nokkurn hroll. Skyldi bæjarstjórinn reyna fyrir sér með samninga við Ris ehf um byggingarrétt á blokkarlóðunum, sem ætlað er að rísi í vegstæði Norðurnesvegarins sbr. breytt aðalskipulag, þar sem honum virðist ,,ganga vel” í sölumennskunni þessa dagana? Bæjarstjórinn hefur þegar gert viljayfirlýsingu við landeiganda um kaup á landi undir veginum fyrir um 120 millj.
Álftanesi 16. júlí 2009
Með bestu kveðjum, Guðmundur G. Gunnarsson bæjarfulltrúi og í bæjarráði Álftaness (netfang: agoggg@gmail.com )
No comments:
Post a Comment